ID: 18918
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1928

Anna Kristjánsdóttir Mynd Geni
Anna Kristjánsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1863. Dáin í N. Dakota 19. janúar, 1928.
Maki: 1) Jónas Jónsson f. 1852, dó á Íslandi 2) Guðni Gestsson f. í N. Þingeyjarsýslu 2. maí 1862, d. í N. Dakota 18. júní, 1923.
Börn: Með Jónasi: 1. Sigurlaug f. 1884 2. Guðmundur f. 1887 3. Sigurlína 4. Helga 5. Björg. Með Guðna: 1. Guðlaug Rut f. 4. september, 1906 2. Sigurjóna. Anna flutti til Mountain um 1903, ekkja með fimm börn. Þau ólust upp á heimili Guðna og móður sinnar. Guðni flutti vestur um haf árið 1887 og settist að í Víkurbyggð í N. Dakota.
