Arngrímur Jónsson

ID: 19478
Fæðingarár : 1895

Arngrímur Jónsson. Hann gekk í kanadíska herinn undir lok Fyrri heimstyrjaldar og var sendur til æfinga í Englandi. Mynd Dm

Arngrímur Jónsson fæddist í Dalasýslu 29. júní, 1895. Skrifaði sig Böðvarsson vestra.

Maki: Lula Graves, f. 7. mars, 1903, kanadískur uppruni.

Börn: 1. Lionel Valdimar f. 20. júní, 1930 2. Ronald Javlock f. 20. mars, 1936, d. 1. júní, 1959.

Arngrímur fór vestur árið 1905 til Kanada með foreldrum sínum, Jóni Böðvarssyni og Höllu Arngrímsdóttur og systkinum. Þau settust að í Alberta og þar bjó Arngrímur alla tíð.