ID: 17859
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Arnheiður Helgadóttir fæddist í Þingvallabyggð í Saskatchewan 24. mars, 1889.
Maki: 6. maí, 1910 Hjálmar Ólafsson fæddist 9. mars, 1887 í N. Múlasýslu. Skrifaður Loftson vestra
Börn: 1. Helgi f. 31. ágúst, 1911 2. Thorsteinn Hjálmar f. 6. maí, 1913 3. Gordon Camoens f. 2. apríl, 1915.
Arnheiður var dóttir Helga Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur, landnema í Þingvallabyggð. Hjálmar fór vestur með móður sinni, Önnu Hjálmarsdóttur, til Winnipeg í Manitoba árið 1906 og þaðan áfram í Þingvallabyggð. Faðir hans Ólafur Loftsson var þangað kominn, hafði farið vestur árið 1888. Hjálmar vann í Churchbridge og síðan í banka í Bredenbury en settist svo að í Foam Lake í Vatnabyggð.