Árni Á Eggertsson

ID: 16571
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896

Árni Guðni Árnason Mynd VÍÆ I

Árni Guðni Árnason fæddist í Winnipeg 10. janúar, 1896. Árni Á Eggertsson vestra.

Maki: 12. október, 1920 Maja Guðjohnsen Laxdal f. 3. apríl, 1898 í N. Múlasýslu.

Börn: 1. Árni Marvin f. 26. september, 1921 2. Sveinn Halldór Octavius f. 30. júlí, 1923 3. Ólöf Thelma f. 31. mars, 1928.

Árni var sonur Árna Eggertssonar og Oddnýjar Jónínu Jakobsdóttur í Winnipeg. Maja var dóttir Gríms Laxdal og Sveinbjargar Torfadóttur. Árni gekk menntaveginn, las lög og starfaði bæði í Manitoba og Saskatchewan. Sjá meira um Árna í Atvinna að neðan.