Árni Árnason

ID: 2949
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1931

Árni Árnason og Solveig Þórdís Sveinsdóttir Mynd FVTV

Oscar Mathew Johnson Mynd FVTV

Árni Árnason fæddist í Vestmannaeyjum 21. febrúar, 1855. Dáinn 16. júlí, 1931. Var Outney Johnson í Utah.

Maki: Solveig Þórdís Jórunn f. 24. apríl, 1858 í Vestmannaeyjum. Dáin 6. apríl, 1920

Börn: 1. Sveinsína Aðalbjörg f. 25. desember, 1877. Dáin 13. desember, 1969. 2. Oscar Mathew f. 7. febrúar, 1894

Fluttu vestur til Spanish Fork í Utah árið 1880 og komu þangað 21. maí. Árni vann við járnbraut en einnig rúði hann fé fyrir bændur og þótti góður. Hann átti erfitt um skeið með að sætta sig við Vesturheim en með aðstoð trúbræðra vann hann bug á heimþránni og lifði sæll í góðu húsi sem hann byggði sjálfur.