Árni Bjarni Sveinbjörnsson fæddist árið 1849 í Gullbringusýslu. Hann var þekktur í Ameríku sem Dr. Albert Bjornson. Lést í bílslysi í Grand Junction í Colorado 6. október, 1943
Maki: 1889 Fannie Henderson Blackhurst d. 1939.
Börn: 1. Alberta Victoria f. 1895 in Pioche, Nevada 2. Theodore f. 1901.
Árni fór vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1872. Vesturíslenskar heimildir skrifa Árni-Bjarni Sveinbjörnsson og í manntali Þjóðskjalasafns 1860 er hann skráður Árnabjarni Sveinbjörnsen. Frá Milwaukee lá leiðin út í Washingtoneyja þar sem hann var viðloðandi einhvern tíma. Hann bjó í Nevada árið 1895, fór þaðan til Vernal í Utah síðla árs 1897. Þegar Unitah-Ouray indjána sérsvæðið var opnað fyrir landnám fluttu Árni þangað og bjó í Theodore sem seinna hét Duchsne í Utah. Enn flutti fjölskyldan og nú til Elisnore í Utah, bjó einhvern tíma í Phoenix í Arixona og loks settist hann að í Grand Junction í Colorado.
