ID: 20389
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1922
Dánarár : 1998

Árni Jakobsson Mynd Hnausa Reflections
Árni Jakobsson fæddist 17. nóvember, 1922 í Hnausabyggð. Dáinn 11. mars, 1998. Arni Guðjonsson vestra.
Ókvæntur.
Barnlaus.
Árni var sonur Jakobs Guðjónssonar og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur í Hnausabyggð. Hann ólst upp í byggðinni þar sem hann gekk í skóla, Að honum loknum fékk hann vinnu hjá Magnúsi Magnússyni, útgerðarmanns í Hnausabyggð. Hann var í kanadíska hernum í Seinni heimstyrjöldinni og sneri aftur til fiskveiða eftir það. Kom sér síðan upp minkabúi og rak það um árabil ásamt Kristni, bróður sínum.