Árni Jónsson

ID: 19077
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1953

Árni Jónsson Mynd Dm.

Árni Jónsson: Fæddur í Dalasýslu 23. ágúst, 1873. Dáinn árið 1953.

Maki: Hólmfríður Gísladóttir f. í Dalasýslu árið 1873. Dáin 1905

Börn: 1. Hólmfríður f.1905 2. Sigurveig f.1905. Dáin 1930

Árni var samferða Sigurði Sigurðssyni og Margréti Einarsdóttur vestur árið 1883. Hann var með þeim einhver ár, bjó í Þingvallabyggð í Saskatchewan um 1905 en flutti það haust í Argylebyggð og bjó nærri Markúsi Jónssyni. Bjó seinna í Baldur og endaði loks á Betel á Gimli. Hólmfríður fór vestur með ekkjunni, móður sinni, Sigríði Bjarnadóttur og systkinum árið 1893 og bjuggu í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Hólmfríður dó eftir barnsburð 1905.