Árni R Ólafsson

ID: 2918
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1918

Árni Rósinkrans Ólafsson fæddist í Vestmannaeyjum 30. apríl, 1881. Dáinn 14. júní, 1918. Á dánarvottorði er skráð Outney Green vegna þess að móðir hans, Málfríður Eiríksdóttir giftist enskum manni, William Green í Utah.

Maki: Janette Forest af skoskum ættum.

Börn: Þrjár dætur fæddar í Utah.

Árni fór vestur með móður sinni árið 1887 til Spanish Fork í Utah og stundaðu búskap. Vegnaði vel og vinsæll. Hann sat í bæjarstjórninni í Spanish Fork.