ID: 7980
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Árni Þorláksson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 29. apríl, árið 1857.
Maki: Grace Wilson
Barnlaus.
Árni fór vestur til Ontario í Kanada ásamt foreldrum sínum, Þorláki Björnssyni og Þórdísi Árnadóttur og systkinum árið 1874. Þau fluttu til Nýja Íslands og þaðan suður til N. Dakota árið 1879. Árni nam land í Pembinabyggð árið 1879 og komu foreldrar hans þangað líka. Seinna flutti hann til Mountain og þar létust foreldrar hans. Árni menntaðist vel, flutti austur til New York þar sem hann gerðist bankastjóri.
