Árni Þorvarðarson

ID: 19274
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1923

Árni Þorvarðarson Mynd Lögberg 1924

Árni Þorvarðarson fæddist 29. október, 1861 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Minneapolis 17. október, 1923.

Maki: 20. júlí, 1895 Guðrún Guðmundsdóttir f. 10. október, 1857, d. 29. september, 1939 í Minneapolis.

Börn: 1. Alice Kristín f. 14. mars, 1898 í Minneapolis.

Árni flutti vestur um haf um 1890 og settist að í Minneapolis í Minnesota. Er hann talinn fyrstur Íslendinga til að setjast að í þeirri borg. Árni lærði bókband á Íslandi og vann við það í Minnesota.