ID: 19653
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1938

Ásgeir Friðgeirsson Mynd A Century Unfolds
Ásgeir Friðgeirsson: Fæddur árið 17. október 1861 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn í ársbyrjun 1938 á Betel í Gimli.
Maki: Þorbjörg Hákonardóttir f. 2. júní, 1865 í Barðastrandarsýslu, d. 14. apríl, 1951 í Gimli.
Börn. 1. Gísli Þórður (Fred Fridgerson) f. 4. febrúar, 1899 2. Jóhanna Anna f. 1905, d. 20. ágúst,1935 í Gimli.
Þau virðast hafa gengið í hjónaband á síðasta áratug 19. aldar og flutt vestur fyrir aldamót. Tóku land í Geysirbyggð en búskapur hentaði þeim illa og hurfu þau af landinu til Árborgar. Þar vann Ásgeir við járnsmíðar og verslun þrátt fyrir erfið veikindi en hann lamaðist á báðum fótum. Þaðan fluttu þau, Ásgeir og Þorbjörg ásamt tveimur uppkomnum börnum sínum suður til Kaliforníu árið 1923.
