Ásgeir Ingvar Fjeldsted fæddist í Arborg 29. ágúst, 1915.
Maki: 28. ágúst, 1947 Þórey Jónína Sigurðardóttir f. 1. september, 1920 í Arborg, d. 2. mars, 1987 í Winnipeg. Thorey Jonina vestra.
Börn: 1. John David f. 25. nóvember, 1951 2. Janice Lee Fjelsted f. 12. febrúar, 1955 3. Ingrid Anne f. 20. apríl, 1959.
Ásgeir var sonur Ásgeirs Þorbergssonar og Ingunnar G Kristjónsdóttur í Arborg. Hann ólst upp í Arborg, gekk þar í skóla og lauk svo kennaraprófi frá Manitoba Normal School árið 1937. Kenndi í fjögur ár en innritaði sig í kanadíska herinn árið 1943, var sendur til Englands og barðist í stríðinu til ársins 1945. Eftir heimkomuna flutti hann til Winnipeg, skráði sig í verkfræði í Manitobaháskóla og lauk prófi árið 1950. Vann eftir það fyrir Kanadastjórn. Þórey var dóttir Sigurðar Oddleifssonar og Ólafar Önnu Einarsdóttur í Arborg.
