ID: 5686
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1923
Jóhannes Ásgeir Jónatansson fæddist 22. ágúst, 1860 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Victoria í Bresku Kólumbíu 1. ágúst, 1923. J. Á. J. Líndal vestra.
Maki: Sesselja Steinunn Jónsdóttir f. 10. september, 1866 í Eyjafjarðarsýslu, d. 19. apríl, 1966 í Victoria.
Börn: 1. Jacop Ásgeir Victor f. 1904, d. 2002 2. Joseph Christian Harper f. 1907, d. 1962.
Jóhannes Ásgeir fór vestur til Winnipeg árið 1887 og var fyrst í N. Dakota. Fór seinna vestur að Kyrrahafi og settist að í Victoria í Bresku Kólumbíu.
