Ásgeir Jónsson

ID: 5402
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Ásgeir Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu 4. nóvember, 1856.

Maki: 1) Kristín Sveinsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1862, d. í Saskatchewan árið 1896 2) 1901 Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 14. mars,1868.

Börn: Með Kristínu 1. Valdimar f. 1887. Ásgeir átti fjögur önnur börn með Kristínu og einhver með Sigríði, upplýsingar vantar.

Ásgeir flutti vestur árið 1887 og settist að í Winnipeg þar sem hann vann við hveitimyllu Hudson´s Bay félagsins til ársins 1891. Þá flutti hann vestur á bóginn til Churchbridge í Saskatchewan og á land sem hann nam norður af bænum í Lögbergsbyggð. Bjó eftir 1911 í Calder.