ID: 5895
Fæðingarár : 1875
Dánarár : 1953

Ásmundur Jóhannsson Mynd Eining
Ásmundur Pétur Jóhannsson fæddist í Húnavatnssýslu 6. júlí, 1875. Dáinn í Winnipeg 23. október, 1953.
Maki 1) 1900 Sigríður Jónasdóttir f. 18. september, 1878 í Húnavatnssýslu, d. 1. október, 1934 2) 9. maí, 1937 Guðrún Eiríksdóttir f. í Mýrasýslu 14. júlí, 1889.
Börn: 1. Jónas Valdimar 2. Kári Wilhelm f. 2. júlí, 1903 3. Grettir Leo f. 11. febrúar, 1905, d. 28. maí, 1985.
Ásmundur og Sigríður fluttu vestur árið 1900 og fór Ásmundur fljótlega að hasla sér völl í byggingariðnaðinum. Hann byggði ótal stórhýsi um ævina í borginni og auðgaðist vel. Tók alla tíð virkan þátt í félagslífi landa sinna svo og samfélagsmálum í Manitoba. Sjá meir um Ásmund að neðan í Íslensk arfleifð.
