Ásmundur Ólafsson

ID: 19466
Dánarár : 1912

Ásmundur Ólafsson: Dáinn í Geysirbyggð 7. september, 1912. Olson vestra.

Maki: 1905 Kristín Guðbjörg Hjálmarsdóttir f. 1. maí, 1888 í Mountain í N. Dakota

Börn: 1. Sigurbjörg Steinunn f. 14. janúar, 1907 2. Margrét Vilhelmína 3. Kristlaug Jófríður 4. Ásbjörg Halldóra.

Ásmundur nam land í Geysirbyggð og bjó þar til dauðadags. Heimildir vestra geta ekkert um uppruna hans. Kristín kom í nýlenduna með foreldrum sínum árið 1901 frá N. Dakota. Hún bjó í byggðinni með dætur sínar til ársins 1920 en þá var hún ráðin vinnukona á heimili Sveins Þorvaldssonar í Riverton. Hann varð seinni maður hennar.