ID: 3560
Fæðingarár : 1886
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Ásmundur Sveinbjörnsson fæddist 14. febrúar, 1886 í Borgarfjarðarsýslu. Loptson vestra.
Maki: 1908 Kristín Álfheiður Guðmundsdóttir f. 1888 í Gullbringusýslu
Ásmundur fór ársgamall með foreldrum sínum og systkinum árið 1887 til Winnipeg í Manitoba. Hann ólst upp í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Ungur fór hann að vinna verslunarstörf í Churchbridge og hóf verslunarrekstur í Félagi við Guðmund Ólafsson þar í bæ. Þeir seldu verslunina og fór Ásmundur til föðurbróður síns, Ólafs Loftssonar í Selkirk og lærði úrsmíði. Hann og Kristín námu land í Þingvallabyggð árið 1908. Hann keypti annað með húsum rétt austan við bæinn Bredenbury og þjuggu þau þar í þrjú ár. Hann flutti seinna inn í bæinn og fékkst við verslun.
