Ásta Emilía Árnadóttir fæddist í S. Múlasýslu 10. mars, 1898. Dáin 9. október, 1944.
Maki: Friðrik Eyfjörð Guðmundsson f. á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu 19. maí, 1889.
Börn: 1. Magnús Sigurður f. 24. september, 1920 2. Guðlaugur Sæmundur f. 29. maí, 1922 3. Ingvar f. 6. ágúst, 1925 4. Leó f. 11. desember, 1932 5. Gunnar f. 28. ágúst, 1936 6. Guðrún Emilía f. 7. febrúar, 1937, fósturdóttir.
Ásta fór til Vesturheims árið 1903 með foreldrum sínum, Árna Torfasyni og Guðrúni Sigríði Hákonardóttir Espólín. Friðrik flutti til Vesturheims árið 1904 með foreldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni Nordal og Margréti Sigurðardóttur og systkinum. Þau settust að í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906 þar sem Friðrik ólst upp. Hann nam land nálægt Leslie og var þar bóndi til ársins 1950. Flutti þá til Selkirk í Manitoba. Þar stundaði hann smíðavinnu.