
Sigurður Sigurðsson

Ásta Jóhannsdóttir Myndir VÍÆ I
Ásta Jóhannsdóttir Straumfjörð fæddist 1. september, 1879 í Mikley. Dáin 13. september, 1966.
Maki: 16. júlí, 1911; Sigurður Ingimundur Sigurðsson f. í Mýrasýslu 2. október, 1882, d. í Lundar 29. janúar, 1965. Ingimundur Sigurdson vestra.
Börn: 1. Jóhann Straumfjörð f. 22. maí, 1912 2. Bergþóra Kristbjörg f. 28. mars, 1915 3. Sigurður Jón Trausti (Tracey) f. 25. janúar, 1919 4. Halldóra Dýrfinna (Dora) f. 25. janúar, 1919.
Ásta var dóttir Jóhanns Elíassonar Straumfjörð og Kristbjargar Jónsdóttur í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Sigurður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum, Sigurði Sigurðssyni og Bergþóru Bergþórsdóttur og systkinum. Þau settust að í Mikley þar sem Sigurður óx úr grasi og þegar aldur leyfði fór hann að stunda fiskiveiðar. Árið 1903 urðu flóð í Winnipegvatni svo fjölskyldan flutti vestur í Lundarbyggð. Þar nam Sigurður land og bjó á því til ársins 1945 en þá flutti hann til Lundar.