Ástríður Jónsdóttir

ID: 13893
Fæðingarár : 1877
Dánarár : 1958

Ástríður Jónsdóttir Mynd VÍÆ II

Ástríður Jónsdóttir fæddist í A. Skaftafellssýslu 16. júní, 1877. Dáin 30. nóvember, 1958.

Maki: 1) 1897 Ólafur Björnsson (Thorlacius) f. 15. nóvember, 1868, d. í Winnipeg rétt eftir komuna þangað árið 1902 2) 2. júní, 1905 Guðjón Jónsson f. 30. september, 1881 í Hnappadalssýslu.

Börn: 1. Pálína Guðrún 2. Sigrún Theodóra, d. báðar í æsku 3. Ólafur Pétur Thorlacius f. 12. febrúar, 1904, d. í Bellingham 2. desember, 1940 4. Hlífar Gestur f. 4. mars, 1906 5. Margrét Guðný Sigríður f. 13. október, 1909, d. 1931 6. Solveig Aðalheiður f. 12. júlí, 1913, d. 16. mars, 1958.

Ástríður flutti til Vesturheims með fyrri manni sínum árið 1902. Hún bjó í Winnipeg til ársins 1907, fór þá vestur að Kyrrahafi og var eitt ár í Vancouver. Fór þaðan suður til Blaine í Washington þar sem hún bjó til 1936. Þá settist hún að í Bellingham þar sem hún bjó eftir það.