Auðrósa Eyjólfsdóttir

ID: 5489
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1941

Auðrósa Eyjólfsdóttir fæddist 2. maí, 1857 í Húnavatnssýslu. Dáin í Spanish Fork 22.mars, 1941. Rosa Jameson í Spanish Fork.

Maki: Jón Björnsson f. 24. ágúst, 1843 í Strandasýslu, d. 13. apríl, 1909.

Börn: 1. Eygerður Adrois f. 1885, d. 1896 2. Bjarnveig Christine f. 1888 3. Jónína f. 1890, d. 1957 4. Johannah f. 1890, d. 1891 5. Serenna f. 1892, d. 1892, tvíburi 6. Sarah f. 1892, d. 1892 7. Martha f. 1895 8.Margrét f. 1895, d. 1927 9. Hjálmur John f. 1898, d. 1972 10. John f. 1900, d.1909.

Auðrósa og Jón voru samferða foreldrum hennar og systkinum vestur árið 1883. Þau voru fyrst í Helena í Montana en fluttu þaðan til Spanish Fork árið 1885 og bjuggu þar. Segir sagan að ein ástæðan hafi verið von um að bænir mormónaprestanna gæti bætt sjón Auðrósu en hún var nánast blind þegar hún fór vestur.