ID: 15482
Fæðingarár : 1894

Bæring Gabrielsson Mynd VÍÆ II
Bæring Gabrielsson fæddist í Theodore í Saskatchewan 21. desember, 1894.
Ókvæntur og barnlaus.
Bæring var sonur Gabriels Gabrielssonar, sem vestur flutti árið 1890 og fyrri konu hans, Sigríðar Hjálmarsdóttur. Hún fór til Vesturheims með föður sínum, Hjálmari Jónssyni árið 1891. Bæring ólst upp í Saskatchewan, var eitt ár í háskólanum í Saskatoon og settist að í Leslie í Vatnabyggð. Þar var hann með búskap og verkstæði þar sem hann gerði við hvers kyns landbúnaðartæki.