
Baldur T Danielson Mynd VÍÆ II

Ingibjörg Þorgrímsdóttir Mynd VÍÆ III
Baldur Thorarinn Danielson fæddist í Arborg 17. febrúar, 1917.
Maki: 13. júlí, 1946 Ingibjörg Þorgrímsdóttir f. 5. apríl, 1923.
Börn: 1. Leslie Norman f. 6. maí, 1950 2. Robert Baldur f. 28. apríl, 1952 3. Harold Ingvar f. 22. desember, 1956 4. Patricia Mac Inga f. 4. maí, 1949 5. Glendon Thor f. 29. maí, 1962.
Baldur var sonur Guðjóns Sófóníusar Daníelssonar og Unu Guðlaugar Þórarinsdóttur, sem bæði voru fædd á Íslandi. Hann stundaði miðskólanám 1925-1932, síðast í Bjarmaskóla. Hann byggði sögunarmyllu sem hann rak árum saman. Varð svo forstjóri timburverslunardeildar kaupfélagsins Consumers Co-op í Árborg. Foreldrar Ingibjargar voru Þorgrímur J Pálsson og Guðrún Helgadóttir í Árborg.