Baldvin A Sigurðsson

ID: 20087
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1900
Fæðingarstaður : N. Dakota
Dánarár : 1975

Baldvin Aðalgeir Sigurðsson fæddist 12. október, 1900 í N. Dakota. Dáinn 9. febrúar, 1975 í Seattle. Baldwin Sigurdson vestra.

Maki:  1921 Sigrún Björnson f. 1901, d. 1996.

Börn:  1. Baldur f. 1922, d. 1939 2. Dóra f. 1923 3.  Woodrow f. 1925, d. 1982 4. John f. 1927, d. 1997 5. Walter f. 1929, d. 1996 6. Jean f. 1930 d. 2013 7. Jennie f. 1932 8. Irene f. 1936 9. Raymond f. 1939  10. Edward Alston f. 1942, d. 2010.

Baldvin var sonur Sigurðar Krákssonar og Kristínar Þorsteinsdóttur sem vestur fluttu árið 1878. Þau bjuggu lengst á landi sunnan við Mountain í N. Dakota. Baldvin ólst þar upp og bjó þar með móður sinni eftir lát föður síns. Þau fluttu norður í Vatnabyggð árið 1912 þar sem Kristín keypti land norður af Wynyard. Hún sneri aftur til Mountain en Baldvin bjó áfram á landinu. Bjó síðustu ár sín í Seattle.