
Benedikt sitjandi. Fyrir aftan börn hans og Inibjargar. Ólafía Helga, Karl, Léo, og Siggi Mynd A Century Unfolds
Benedikt Guðmundsson: Fæddur 8.október, 1868 í Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu. Dáinn 16.apríl, 1929
Maki: 1. 1896 Ingibjörg Guðmundsdóttir f. í sömu sýslu árið 1874. Dáin 11. desember, 1908. 2. Guðrún Jónsdóttir
Börn: Með Ingibjörgu: 1. Sigurrós f. 1897. Dáin 1905 2. Ólafía Helga f. 7. febrúar, 1899. Dáin 19.mars, 1984 3. Sigurður Vilberg f. 14.maí, 1901. Dáinn 14.nóvember, 1942
4. Karl f. 6.september, 1903. Dáinn 8.júní, 1959 5. Margrét Ingibjörg f. 1904. Dáin 1905. 6. Rosemar Oscar Leó f. 31.júlí, 1905. Með Guðrúnu 1. John 2. Reimar
Fluttu vestur árið 1900 og bjuggu fyrst til að byrja með í Framnesi í Geysirbyggð. Þau tóku svo land í Framnes – og Árdalsbyggðbyggð. Bjuggu þar til Ingibjörg lést.
Benedikt kvæntist Guðrúnu og bjuggu þau í Framnesbyggð til að byrja með en Benedikt fór svo vestur á
Kyrrahafsströnd og sundaði fiskveiðar. Hann flutti til Markerville í Alberta 1915 og þangað kom Guðrún með börnin tvö.
