Benedikt Jónasson

ID: 9433
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1907

Benedikt Jónasson Mynd Hnausa Reflections

 

Anna Una Torfadóttir Mynd Hnausa Reflections

Benedikt Jónasson var fæddur á Krossi í Ljósavatnsskarði í S. Þingeyjarsýslu 3.maí, 1850. Dáinn 1. september, 1907.

Maki: Anna Una Torfadóttir f. 1855 í N.Múlasýslu. Hún fór vestur árið 1883.

Börn: 1. María Torfhildur 2. Alexander Frímann 3. Karl Emil 4. Guðrún Ethel.

Benedikt fór einsamall vestur árið 1874 og dvaldi í Ontario fyrst um sinn. Flutti til Nýja Íslands 1875 og nam land

í Breiðuvík í Hnausabyggð. Nefndi hann bæ sinn Kirkjubæ vegna þess að hann gaf land undir kirkju.

Hann flutti árið 1879 til Norður Dakota og nam land í Garðarbyggð. Þaðan lá leið hans vestur til Alberta þar sem hann

bjó fáein ár. Hann hvarf þaðan svo aftur til Nýja Íslands, keypti land fyrir sunnan Gimli og bjó þar. Anna flutti vestur einsömul árið 1883.