Benedikt Jónsson

ID: 7723
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1937

Benedikt Jónsson fæddist 2. mars, 1863 að Hólum í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Drukknaði í Íslendingafljóti 3. ágúst, 1937.

Maki: 1) Þorbjörg Árnadóttir, þau skildu á Íslandi 2) 1895 Kristín Soffía Baldvinsdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1866, d. 24. ágúst, 1940.

Börn: 1. Benedikt f. í N. Dakota 14. desember, 1896 2. Svava f. í N. Dakota 20. október, 1898, tvíburi 3. Laufey f. 20. október, 1898 4. Björn f. í N. Dakota 16. nóvember, 1900. Með fyrri konu sinni, Þorbjörgu Árnadóttur, átti Benedikt tvær dætur, Þóru og Sigríði. Þóra fór vestur, giftist vestur við Kyrrahaf og bjó í Oregon. Sigríður fór ekki vestur.

Benedikt fór vestur með föður sínum, Jóni Benediktssyni og bræðrum árið 1887. Benedikt fór vestur til Saskatchewan og nam land í Þingvallabyggð nærri Churchbridge árið 1891. Var þar ekki lengi og flutti til N. Dakota þar sem hann kynntist Kristínu. Hún hafði flutt vestur þangað með sínum foreldrum árið 1893. Þau fluttu norður í svo kallað Marshland vestur af þorpinu Langruth í Manitoba árið 1901 og þaðan norður í Narrows við Manitobavatn. Þar tók Benedikt að sér ferjuverkefni en veiddi auk þess í vatninu sumar og vetur. Um skeið bjó fjölskyldan nærri Reykjavík, nokkuð norðar en þaðan lá svo leið Benedikts vestur að Kyrrahafi þar sem hann ákvað að kynna sér laxveiði í sjó. Hann flutti fjölskylduna suður til Winnipeg en fór sjálfur vestur  til Queen Charlotte Islands og seinna á Graham Island. Ekki gekk það ævintýri upp og sneri Benedikt aftur til Manitoba, sótti fjölskylduna í Winnipeg og settist að á ný í Narrows. Árið 1914 fluttu þau svo í Ísafoldarbyggð og bjuggu þar síðan.