Benedikt Samsonarson

ID: 19289
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1924

Benedikt Samsonarson fæddist í Húnavatnssýslu 10. júlí, 1857. Dáinn í Selkirk í Manitoba 11. nóvember, 1924.

Maki: 1) Guðríður Tómasdóttir 2) Þórdís Jónsdóttir f. 1863.

Börn: Benedikt og Guðríður eignuðust fjórar dætur, engin þeirra fór vestur um haf. Með Þórdísi 1. Elín Jónína f. í Selkirk.

Benedikt fór einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1896 og settist að í Selkirk þar sem hann bjó alla tíð. Hann skildi við Guðríði og kvæntist Þórdísi. Þau slitu sömuleiðis samvistir. Benedikt stundaði járnsmíðar alla tíð.