Benjamín Einarsson

ID: 10293
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : N. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1904

Benjamín Einarsson fæddist 1. maí, 1864 í N. Þingeyjarsýslu. Dáinn 31. ágúst, 1904 í Manitoba.

Maki: Guðleif Stefánsdóttir fæddist 28. júlí, 1862 í N. Þingeyjarsýslu. Dáin 29. október, 1910 í Vallarbyggð í Saskatchewan.  Einarson vestra.

Börn: 1. Líneik f. 25. september, 1892 2. Höskuldur 3. Bismarck 4. Laufey 5. Parmis.

Benjamín fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 en Guðleif fór vestur þangað árið áður.  Þau bjuggu fyrst í N. Dakota en þaðan lá leið þeirra í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Guðleif var ekkja orðin, fimm barna móðir, þegar hún flutti vestur í Geraldbyggð í Saskatchewan og á landi Þorsteins Gíslasonar var reist hús handa henni og þar bjó hún.