
Benjamín og Lára Mynd A Century Unfolds
Benjamín Ingimar Danielson fæddist í Árborg, Manitoba 25. febrúar, 1895.
Maki: 22. júní, 1939 Lára Jakobína Árnadóttir f. í Hnappadalssýslu 3. febrúar, 1898.
Barnlaus.
Benjamín var sonur Daníels Daníelssonar og Maríu Benjamínsdóttur, sem vestur fluttu árið 1887. Þau bjuggu á Brekku í Árnesbyggð. Þar ólst hann upp og fór ungur að hjálpa til við búskapinn. Lára flutti til N. Dakota 1901, með móður sinni, ekkjunni Þorbjörgu Runólfsdóttur. Þar giftist Þorbjörg Magnúsi Jónssyni Mýrdal árið 1903 og fluttu þau í Arborg árið 1911. Benjamín nam land árið 1913 nokkru norður af Árborg. Það reyndist lélegt akurlendi en gras óx þar vel og þar var ætíð heyjað. Þangað fluttu Benjamín og Lára skömmu eftir brúðkaupið og bjuggu þar lengi. Benjamín vann í byggðinni fyrir bændur m.a. Gunnar Simundson. Þau seldu svo landið og fluttu vestur til Alberta og bjuggu í Edmonton.