ID: 19491
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Bergjón Jónsson fæddist 1. október, 1863 í Dalasýslu. Bergjón J. Pétursson vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Bergjón var sonur Jóns Péturssonar og Þorbjargar Hannesdóttur. Hann var tekinn í fóstur af Sigurði Sigurðssyni og Margréti Einarsdóttur og fór með þeim vestur um haf árið 1883. Þau fóru til Winnipeg í Manitoba þar sem Margrét lést 1885. Bergjón og Sigurður fóru vestur í Argylebyggð og þar skildu leiðir því Bergjón fór suður til N. Dakota. Eftir fáein ár flutti hann vestur að Kyrrahafi þar sem hann vann á ýmsum stöðum en settist svo að í Bellingham árið 1900 og bjó þar alla tíð.
