
Bergsveinn og Alexandra Mynd VÍÆ V
Bergsveinn Erickson fæddist í Winnipeg 24. júní, 1899.
Maki: 1) 11. ágúst, 1927 Alexandra Margrét Elinborg Brynjólfsson f. 25. apríl, 1902, d. 3. desember, 1957. 2) 1960 Kathrine Schmidt d. 1977 3) 1977 Anna Brown.
Börn: 1. Rósa f. 6. júlí, 1928 2. Jóna f. 6. október, 1931 3. Bergsveinn f. 10. júlí, 1934
Bergsveinn var sonur Jóns Jónssonar og Sigríðar Bjarnadóttur landnema í Mary Hill sveit nærri Lundar. Hann varð þar bóndi til ársins 1960 en þá flutti hann til Oak Point. Hann lét skólamál til sín taka, var skólaráðsmaður í Mary Hill skóla 1940-1942 og umshónarmaður skólans í Oak Point 1960-1973. Hann þótti góður íþróttamaður vann ótal verðlaun í langhlaupum. Alexandra var dóttir Halldórs Brynjólfssonar og Rósu Magnúsdóttur á Gimli í Nýja Íslandi. Hún gekk menntaveginn, var í Jóns Bjarnasonar Academy í Winnipeg, svo Wesley College og loks Kennaraháskólanum í Winnipeg. Útskrifaðist þaðan sem kennari og kenndi lengi.