Bjarni Á Egilsson

ID: 20356
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1901
Dánarár : 1965
Barney Asgeir Egilson

Bjarni Ásgeir Egilsson Mynd Internet

Bjarni Ásgeir Egilsson fæddist í Winnipeg 11. febrúar, 1901. Dáinn í Gimli 27. febrúar, 1965. Barney Asgeir Egilson vestra.

Maki: 10. september, 1926 Guðrún Vilborg Oddsdóttir, Rooney Anderson, f. 6. janúar 1905 í Gimli.

Börn: Barnlaus.

Bjarni var sonur Egils Egilssonar og Guðveigar Jónsdóttur í Gimli. Guðrún var dóttir Odds Árnasonar úr S. Þingeyjarsýslu og konu hans, Guðlaugar Bjargar Gísladóttur frá Njarðvík í N. Múlasýslu. Þau bjuggu í Gimli. Ungur að árum fékk Bjarni mikinn áhuga á bæjarmálum, sérstaklega málum er varðaði yngri kynslóðir. Hann sat í bæjarstjórn og varð bæjarstjóri árið 1941. Á næstu árum breyttist Gimli úr þorpi (village) í bæ (town) og varð höfuðstaður Íslendinga í Manitoba.