Bjarni A Jóhannsson

ID: 19889
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1905
Fæðingarstaður : Winnipeg

Bjarni Archbald Jóhannsson Mynd VÍÆ IV

Bjarni Archibald Jóhannsson fæddist í Winnipeg 6. febrúar, 1905. Bjarni A Bjarnason vestra. Breytti seinna föðurnafni sínu og skrifaði sig Bjarni A Barnell.

Maki: 28. júní, 1936 Alma Aðalheiður Olson f. í Manitoba.

Börn: 1. Bryan 2. Warren.

Bjarni ólst upp í Nýja Íslandi, stundaði miðskólanám í Arborg og í Jóns Bjarnarsonar skólanum í Winnipeg. Hann stundaði nám í verslunarskóla í Winnipeg á árunum 1928-1929 og vann við bókhald í borginni. Hann hélt vestur að Kyrrahafi haustið 1931 og hóf nám í guðfræði í Pacific Theological Seminary í Seattle. Hélt svo náminu áfram í North-Western Theological Seminary í Minneapolis árið 1932-1935. Var vígður prestur í Selkirk í Manitoba á kirkjuþingi 24. júní, 1934. Starfaði fyrst við trúboð en varð svo seinna prestur á Gimli. Alma Aðalheiður var dóttir Páls Kristins Gottskálkssonar og Margrétar Jónsdóttur úr Ísafjarðarsýslu. Bjarni og Alma fluttu til Verdon í Nebraska.