ID: 19540
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1895

Bjarni Eyþór Sveinsson Mynd VÍÆ III
Bjarni Eyþór Sveinsson fæddist í Svold, N.Dakota 26. desember, 1895. Bjarni Eyþór Erickson vestra.
Maki: 3. mars, 1920 Geirfríður Aðalheiður Jónsdóttir f. í Winnipeg 13. júní, 1900.
Barnlaus.
Bjarni var sonur Sveins Eiríkssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur landnema í Svoldarbyggð í N. Dakota. Bjarni tók þátt í heimstyrjöldinn frá 1915-1918, sneri aftur í byggðina í N. Dakota og var þar til ársins 1923. Þá fluttu þau til Winnipegosis og bjuggu þar til ársins 1942, Fluttu þá vestur til Bresku Kólumbíu og settust að í Steveston.
