ID: 3519
Fæðingarár : 1869
Dánarár : 1943
Bjarni Einarsson fæddist 26. september, 1869 í Hnappadalssýslu. Dáinn í Selkirk í Manitoba 9, mars, 1943. Bjarni Dalman í Manitoba.
Maki: 22. ágúst, 1942 Steinunn Sigurbjörg Stefánsdóttir f. 1879 í S. Múlasýslu, d. í Lundar 1964.
Barnlaus.
Bjarni flutti til Vesturheims árið 1883 með foreldrum sínum, Einari Þorvaldssyni og Guðríði Jónsdóttur og systkinum. Foreldrarnir settust að í Fljótsbyggð en ungur að árum flutti Bjarni til Selkirk. Hann rak eigin verslun um árabil, sat í bæjarstjórn, var einn stofnenda þjóðræknisdeildarinnar í bænum og gjaldkeri hennar um skeið. Steinunn var ekkja þegar hún kynntist Bjarna.
