ID: 5143
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Bjarni Guðmundur Gíslason fæddist í Húnavatnssýslu 20. maí, 1861.
Maki: 1895 Anna Salóme Stefánsdóttir úr Húnavatnssýslu, upplýsingar vantar.
Barnlaus.
Bjarni flutti vestur til N. Dakota árið 1887. Var þar fáein ár, fór þá til Duluth í Minnesota og var þar til ársins 1894, flutti þá til Winnipeg. Bjarni og Anna fluttu vestur að Kyrrahafi árið 1896 og settust að í Astoria í Oregon. Þaðan lá svo leið þeirra norður til Bellingham í Washington árið 1900. Þar keypti Bjarni land og bjó þar síðan.
