Bjarni Helgason fæddist 10. maí, 1832 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Vatnabyggð í Saskactchewan 16. júní, 1922.
Maki: Helga Jónasdóttir f. 25. mars, 1837 í Eyjafjarðarsýslu, d. 20. nóvember, 1915.
Börn: 1. Ósk f. 12. mars, 1862 2. Sigríður f. 22. mars, 1864 3. Jóhann f. 7. desember, 1865 4. Helgi f. 7. júní, 1867 5. Björn f. 14. september, 1870 6. Þorbjörg f. 16. febrúar, 1873 7. Bjarni Ágúst f. 13. apríl, 1880 8. Sigurður. Tryggvi f. 19. júní, 1869, d. 1929. Hann fór ekki vestur.
Bræðurnir Jóhann og Helgi fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1890. Jóhann mun hafa farið til Íslands um aldamótin og fylgt foreldrum sínum og öðrum systkinum vestur. Þau bjuggu einhvern tíma í Minnesota en 1907 flutti Bjarni í Vatnabyggð í Saskatchewan og bjó þar.
