Bjarni Helgason

ID: 19233
Fæðingarár : 1832
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1922

Bjarni Helgason fæddist í Húnavatnssýslu 10. maí, 1832. Dáinn í Wynyard í Saskatchewan 16. júní, 1922.

Maki: Helga Jónasdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1837, d. í Manitoba 19. nóvember, 1915.

Börn: 1. Ósk f. 12. mars, 1862 2. Sigríður f. 22. mars, 1864 3. Jóhann f. 7. desember, 1865 4. Helgi f. 7. júní, 1867 5. Tryggvi f. 19. júní, 1869, d. á Íslandi árið 1929 6. Björn f. 14. september, 1870 7. Þorbjörg f. 10. febrúar, 1873 8. Bjarni Ágúst f. 13. apríl, 1880. Helga eignaðist 15 börn, 6 dóu á Íslandi og eitt (Tryggvi) varð það eftir. Hin fluttu öll til Vesturheims.

Helga flutti til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með yngsta barn sitt, Bjarna Ágúst 7 ára. Hún fór suður til Mountain í N. Dakota þar sem hún leigði herbergi og framfleitti sér með prjónaskap. Þar gat Bjarni litli gengið í skóla. Sumarið 1910 heimsótti hún syni sína í Manitoba, dvaldi hjá þeim næstu ár og þar dó hún á heimili Björns í Nýja Íslandi. Bjarni varð blindur svo Jóhann, sonur hans fór til Íslands árið 1900 og flutti hann vestur til Mountain í N. Dakota þar sem Sigríður, elsta dóttir hans bjó með sinni fjölskyldu. Þar var hann í 5 ár, flutti þaðan til Manitoba með dóttur sinni, Þorbjörgu, en saman námu þau land í Vatnabyggð, vestur af Wynyard. Þar bjó Bjarni til æviloka.