
Bjarni Ingimundarson og Guðrún Þorsteinsdóttir
Bjarni Ingimundarson var fæddur 22. september, 1860 í Eyjum í Kjósarsýslu.
Maki: 1888 Guðrún Þorsteinsdóttir var fædd 11. september, 1861 á Seltjarnarnesi í Gullbringusýslu.
Börn: 1. Þorsteinn 2. Sigurður 3. Birgitta 4. Guðlaug Gunnhildur d. 6. maí, 1915
Þau fóru sama ár 1886 vestur um haf til Winnipeg í Manitoba og fóru strax í Þingvallabyggðina í Saskatchewan. Árið 1894 fluttu þaðan norður að Manitobavatni og settust að í sveit ekki langt suðar af Kinosota. Ekki líkaði þeim þar og reyndu næst á lítilli eyju í Manitobavatni, Bird´s Island sem er skammt frá Narrows. Þar voru þau stutt því þau fluttu á Big Point árið 1897 og hófust strax handa við búskap. Þau tóku strax virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins og lögðu sitt af mörkum. Bjarni var t.d. lengi féhirðir Herðubreiðarsafnaðar.
