
Bjarni Jónsson Thorlacius Mynd VÍÆ II
Bjarni Jónsson fæddist í Lögbergsbyggð í Saskatchewan 30. maí, 1891. Thorlacius vestra.
Maki: 15. október, 1920 Jóna Grímsdóttir Laxdal f. á Húsavík í Þingeyjarsýslu 2. september, 1894.
Börn: 1. Rósbjörg Margrét f. 31. október, 1922 2. Jón McRae f. 15. júlí, 1928.
Bjarni var sonur Jóns Sigfússonar Thorlacius í Vatnabyggð í Saskatchewan og Guðrúnar Rósu Jóhannesdóttur. Foreldrar Jónu voru Grímur og Sveinbjörg Laxdal er vestur fluttu á fyrsta áratug 20. aldar. Bjarni ólst upp nærri Kristnesi í Vatnabyggð og var bóndi í byggðinni nærri Foam Lake árin 1922-1940. Seinna varð hann kaupmaður í Kuroki í fylkinu 1940-1956, flutti það ár til Lethbridge í Alberta og var þar kaupmaður. Jóna gekk menntaveginn, lauk miðskólanámi í Yorkton í Saskatchewan og kennaraprófi frá háskólanum í Saskatoon. Kenndi bæði í Saskatchewan og Alberta. Bjarni og Jóna bjuggu síðast í Foam Lake í Saskatchewan.