ID: 1018
Fæðingarár : 1895

Bjarni Jónsson Mynd L.- H. 29. október, 1970.
Bjarni Jónsson fæddist 19. október, 1895 í Árnessýslu. Goodman vestra.
Maki: 1924 Elísabet Hrefna Thorsteinsson f. í Manitoba 14. júní, 1903, d. 9. nóvember, 1943
Börn: 1. Robert Gordon f. 19. mars, 1924 2. Elmer Kenneth f. 13. október, 1925 3. Lillia Bernice f. 1926 4. Helen Joyce f. 21. júní, 1930 5. Jón Ragnar f. 1. maí, 1938.
Bjarni flutti til Vesturheims árið 1900 með foreldrum sínum, Jóni Guðmundssyni og Sigríði Bjarnadóttur, landnemum í Grunnavatnsbyggð 1902. Bjarni gerðist fyrst bóndi við Hove í Manitoba en árið 1920 flutti hann til Winnipeg og gerðist þar rakari. Rakarastofa hans var á 195 Hargrave St.
