Bjarni Marteinsson

ID: 14289
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1940

Bjarni Marteinsson og Helga Guðmundsdóttir Photo Hnausa Reflections

 Bjarni Marteinsson fæddist 29. júní, 1863 í Austur Skaftafellssýslu. Dáinn í Nýja Íslandi, 15. október, 1940.

Maki: 6. janúar, 1891 Helga Guðmundsdóttir f. 27. júlí, 1869 á Flögu í Breiðdal í S. Múlasýslu. Séra Jón Bjarnason gaf þau saman. Dáin 11.nóvember, 1951

Börn: 1. Ernest Hermann f. 17. október, 1891 2. Edwin Marteinn Guðmundur f. 1895 3. Kristrún Helga Grace f. 12. nóvember, 1896 4. Jónína Lára f. 9. október, 1898 5. Kristín Ingibjörg f. 18. september, 1900, d. 1901 6. Guðrún Kristín f. 7. desember, 1903 7. Bjarnfríður Jóhanna 8. Sigurbjörg Anna f. 29. nóvember, 1908.

Bjarni flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 með foreldrum sínum og systkinum. Þau settust að í Hnausabyggð en Bjarni fékk vinnu við járnbrautarlagningu sunnarlega í Manitoba. Hann og Helga hófu búskap á lélegu landi í Geysirbyggð sem þau yfirgáfu árið 1892 og fluttu til Winnipeg. Fóru þaðan í Fljótsbyggð árið 1894 og bjuggu þar síðan.