Bjarni Ólafsson

ID: 7452
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Bjarni Ólafsson Mynd VÍÆ I

Aleph Stígsdóttir Mynd VÍÆ I

Bjarni Ólafsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 8. júlí, 1875.

Maki: 16. júlí, 1906 Aleph Sigríður Stígsdóttir f. 9. nóvember, 1882 í Milton í N. Dakota.

Börn: 1. Lincoln Stígur f. 27. ágúst, 1907 2. Sigrid f. 5. desember, 1910 3. Þórunn f. 3. október, 1913 4. Wilma f. 11. apríl, 1916 5. Alice f. 27. apríl, 1919, d. 15. mars, 1937.

Bjarni fór vestur árið 1887 með föður sínum, Ólafi Jóhannssyni og konu hans, Guðbjörgu Jónsdóttur.  Þau settust að í Sandhæðabyggð í N. Dakota þar sem Bjarni stundaði nám. Hann lærði lyfjafræði. Aleph Sigríður var dóttir Stígs Þorvaldssonar og Þórunnar Björnsdóttur sem bjuggu í Akrabyggð í N. Dakota. Bjarni og Aleph bjuggu í Seattle. .