ID: 6627
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Standandi fyrir aftan Bjarna eru Þorleifur og Guðrún, þá Björg, Kristín og Þuríður. Jóhann á milli foreldra sinna. Mynd FAtV.
Bjarni Pétursson fæddist 3. mars, 1850 í Skagafjarðarsýslu.
Maki: 14. júní, 1875 Kristín Þorleifsdóttir f. 1855 í Skagafjarðarsýslu
Börn: 1. Sigríður f. 1877 2. Guðrún f. 1880. Í Nýja Íslandi: 3. Björg 4. Þorleifur 5. Þuríður f. 18. janúar, 1891 6. Jóhann 7. Pétur.
Þau fluttu vestur árið 1888 til Winnipeg í Manitoba og bjuggu þar til ársins 1890. Fluttu þá í Nýja Ísland og bjuggu þar.