Bjarni Snæbjörnsson

ID: 5774
Fæðingarár : 1831
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1897

Bjarni Snæbjörnsson fæddist 16. desember, 1831 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Muskoka í Ontario 27. mars,1897.

Ókvæntur og barnlaus

Hann flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1873 og fór ásamt nokkrum öðrum í Muskokabyggð. Flestir fóru þaðan áfram vestur til Manitoba en Bjarni nam land og nefndi Bjarnastaði. Til hans kom María Magnúsdóttir úr Eyjafirði árið 1878 ásamt börnum sínum, Jakobi og Arnbjörgu.