Bjarni Sturlaugsson

ID: 19331
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1946

Bjarni Sturlaugsson fæddist í Dalasýslu 22. nóvember, 1864. Dáinn 22. mars, 1846 í Saskatchewan.

Maki: Guðrún Finnsdóttir f. í Rangárvallasyslu árið 1870.

Börn: Eignuðust eitt barn sem lést ársgamalt.

Bjarni fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og var í N. Dakota fyrstu árin. Þau fluttu til Winnipegosis í Manitoba árið 1902 og bjuggu þar í fimm ár. Þaðan lá svo leiðin í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907 og bjuggu þau nærri Wynyard frá 1908 til 1920.  Fluttu þá í Wynyard þorp. Guðrún fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893.