Björg Ólafsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 24. nóvember, 1849. Dáin 9. febrúar, 1931 í N. Dakota.
Maki: 1) Ólafur Jónsson, d. 1882 2) 1885 Jóhannes Jónasson var fæddur 30. apríl, 1851 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í N. Dakota 31. júlí, 1934.
Börn: Með Ólafi : 1. Arnljótur f. 12. júlí, 1879, d. 7. október, 1937. Tvö önnur börn þeirra dóu ung. Með Jóhannesi: 1. Óli f. 1886 2. Sigurjón Júlíus f. 8. júlí, 1888 3. Anna Margrét f. 21. ágúst, 1890 4. Magnús f. 26. september, 1892 5. Jóhanna f. 27. júní, 1897
Björg fór ekkja vestur með son sinn Arnljót árið 1883. Henni samferða var hálfbróðir hennar Sigurjón Eiríksson. Jóhannes fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876. Var einn vetur í Nýja Íslandi en vann næstu árin hér og hvar í Manitoba. Hann flutti suður til N. Dakota árið 1880 og nam fyrst land í Pembinafjöllum en flutti þaðan seinna í Víkurbyggð.
