Björg Stefánsdóttir fæddist 26. september, 1855 í Daladýslu. Dáin 17. desember, 1940 við Mountain, N. Dakota.
Maki: 1890 Jón Davíðsson f. í Skagafjarðarsýslu árið 1842. John Davidson vestra.
Börn: 1. Vilhelm (W.M. Davidson) 2. K. D. Davidson 3. Guðbjörg.
Jón flutti vestur til Manitoba árið 1876 0g þaðan til Pembina í N. Dakota eftir 1880. Björg flutti vestur árið 1874 með móður sinni, Sigríði Eyvindsdóttur og hennar manni, Lárusi Björnssyni. Þau voru í Manitoba til ársins 1885, fluttu þá í Akrabyggð í N. Dakota. Jón og Björg fluttu vestur í Mouse-Riverbyggð árið 1892 þar sem Jón nam land við samnefnda á í Meadow sýslu. Jón mun hafa dáið fyrir 1913 og hélt Björg búskapnum áfram einhver ár með aðstoða sonar síns, Vilhelm. Seinna nam hann land norður af Mountain og flutti Björg til hans á efri árum.
